Expecting…

Við stórfjölskyldan bíðum nú í ofvæni eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum sem er væntanlegur á hverri stundu. Systir mín á von á sínu öðru barni (settur dagur var á þriðjudaginn) og er það lítil stúlka. Í tilefni setts fæðingardags skellti ég mér í heimsókn til þeirra mæðgina, Önnu Hlínar og Finns (4 ára) og tók nokkrar myndir. Þetta er myndataka #2, fyrst komu þau í stúdíóið og svo myndaði ég þau heima hjá þeim. Næst á dagskrá er svo auðvitað að mynda litla krúttið þegar hún loks lætur sjá sig..
Hér koma nokkur sýnishorn. Ég ákvað að hafa myndirnar í svart/hvítu, þær voru teknar við gluggaljós svo þær eru margar frekar kornóttar en mér finnst viss fílíngur í því. Ég ætla svo að prenta myndirnar í stærðinni 15×21 og setja þær í fallegan glerkassa. Hlakka til að sýna ykkur myndir þegar daman er fædd !

_MG_0035 _MG_9800  _MG_9961_MG_9878_MG_9860 _MG_9884

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s