Ég vil byrja á að taka það fram að WordPress er örlítið
auðveldara að eiga við en Dreamweaver.Bæði hvað varðar að stjórna útliti og að setja inn myndir.
Ég er mjög ánægð með þessa síðu og gæti vel hugsað mér að nýta mér þetta forrit við heimasíðugerð í framtíðinni.
Eiginleikinn að geta læst ákveðnum albúmum svo kúnninn geti valið myndir er til staðar og finnst mér það kostur.
Það er mikið úrval af fríum útlitum sem gaman er að renna í gegnum, þó ég endi alltaf í
einlitu, einföldu sniði.
Annars hlakka ég til að halda áfram að vinna í þessu og uppfæra
síðuna mín enn frekar.
Þangað til næst….