Blogg

Mín upplifun af WordPress

Ég vil byrja á að taka það fram að WordPress er örlítið
auðveldara að eiga við en Dreamweaver.Bæði hvað varðar að stjórna útliti og að setja inn myndir.
Ég er mjög ánægð með þessa síðu og gæti vel hugsað mér að nýta mér þetta forrit við heimasíðugerð í framtíðinni.
Eiginleikinn að geta læst ákveðnum albúmum svo kúnninn geti valið myndir er til staðar og finnst mér það kostur.
Það er mikið úrval af fríum útlitum sem gaman er að renna í gegnum, þó ég endi alltaf í
einlitu, einföldu sniði.
Annars hlakka ég til að halda áfram að vinna í þessu og uppfæra
síðuna mín enn frekar.
Þangað til næst….

Expecting…

Við stórfjölskyldan bíðum nú í ofvæni eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum sem er væntanlegur á hverri stundu. Systir mín á von á sínu öðru barni (settur dagur var á þriðjudaginn) og er það lítil stúlka. Í tilefni setts fæðingardags skellti ég mér í heimsókn til þeirra mæðgina, Önnu Hlínar og Finns (4 ára) og tók nokkrar myndir. Þetta er myndataka #2, fyrst komu þau í stúdíóið og svo myndaði ég þau heima hjá þeim. Næst á dagskrá er svo auðvitað að mynda litla krúttið þegar hún loks lætur sjá sig..
Hér koma nokkur sýnishorn. Ég ákvað að hafa myndirnar í svart/hvítu, þær voru teknar við gluggaljós svo þær eru margar frekar kornóttar en mér finnst viss fílíngur í því. Ég ætla svo að prenta myndirnar í stærðinni 15×21 og setja þær í fallegan glerkassa. Hlakka til að sýna ykkur myndir þegar daman er fædd !

_MG_0035 _MG_9800  _MG_9961_MG_9878_MG_9860 _MG_9884

Páskar

Jæja góðan daginn krakkar – nú fer páskafríið að bresta á. Það verður nóg að gera, útfæra hugmyndina að lokaverkefninu, finna hugmynd að vídjóverkefninu og tískuverkefninu svo eitthvað sé nefnt. Það er þó algjörlega nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma í páskaeggið, er það ekki?

Hafið það gott í fríinu 🙂

1.færsla

Jæja þá er ég eitthvað að reyna að krafsa mig áfram hérna – ég finn ómögulega hnappinn sem sýnir mér hvernig síðan lítur út á netinu. Þetta hlýtur allt að koma með smá fikti 🙂 Ég hef voða gaman af svona fikti svona þegar ég gef mér/hef tíma í það !
Þangað til næst….